Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Sóknarprestur í Laugarneskirkju hættir

$
0
0

Kristín Þórunn Tómasdóttir lét reyna á kirkjugrið í Laugarneskirkju og var meðal annars farið fram á uppsögn hennar í kjölfarið.  

„Þetta er nú bara skemmtileg tilviljun, en algjörlega óskylt umræðunni sem hefur verið í gangi,“ segir Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju, en staða hennar var auglýst á miðvikudaginn á vef þjóðkirkjunnar. Það var þó ekki gert vegna umdeilds máls er varðaði hælisleitendur sem létu reyna á kirkjugrið, heldur vegna þess að Kristín er að flytja til Sviss.
„Við förum út í ágúst,“ útskýrir Kristín en eiginmaður hennar, Árni Svanur Daníelsson, starfar hjá upplýsingasviði lútherska heimssambandsins í Genf.

„Ég vona bara að rétta manneskjan verði fundin í starfið, en tilfinningar mínar eru auðvitað blendnar,“ segir Kristín sem tók ákvörðunina um að flytja í janúar síðastliðnum.
„Nú tekur bara við að læra frönskuna,“ segir Kristín. -vg.

The post Sóknarprestur í Laugarneskirkju hættir appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652