Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Þurfa að vinna um helgar til þess að sinna fjölfatlaðri dóttur

$
0
0

„Við erum þó það heppin að við mætum miklum skilningi hjá vinnuveitendum okkar, en það eru ekki allir það heppnir,“ segir Linda Ólafsdóttir, móðir Ástu Sóleyjar, en fjölskyldan fékk þær fréttir á þriðjudaginn að vegna manneklu gæti Ásta aðeins verði í Guluhlíð þrjá daga vikunnar, ekki fimm daga, eins og almennt er.

„Þetta er bagalegt, bara mjög slæmt. Það er að auki fullt af foreldrum í verri stöðu en við,“ segir Linda, en farið var í aðgerðina til þess að koma sem flestum að. Linda segir lítið annað í stöðunni en að setja hausinn niður og þrauka þar til starfsfólk fæst til þess að starfa við umönnun á frístundaheimilunum.

„Það þarf að gera þessi störf eftirsóknarverðari,“ svarar Linda, spurð hvað hún telji að þurfi að gera til þess að leysa vandann; og þá þarf meðal annars hækka launin.

Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri í Kringlumýri segir borgina hafa reynt flest allt. Þau hafa sent pósta á háskólanema, hóp sem velst yfirleitt í starfið, hengt upp auglýsingar og margt fleira.

Ekkert þokast að hans sögn, en allt í allt vantar 40 starfsmenn í Guluhlíð og Öskju sem einnig er frístundaheimili fyrir fötluð börn.

„Við reynum að hafa starfið eins heillandi og við getum, enda er það ótrúlega skemmtilegt og gefandi,“ segir Haraldur. Hann segir að það sjái ekki fyrir endann á manneklunni; „Það virðist fylgja því þegar kemur að uppgangi, og peningaflæði eykst á vissum stöðum, að þá virðast aðrir geta boðið betur,“ segir Haraldur.

Hann segir að ekki þurfi marga starfsmenn til svo hægt verði að fjölga dögum, og því hvetur hann alla sem hafa áhuga til að hafa samband við borgina, enda næga vinnu að fá.

Spurður út í viðbrögð foreldra við þessari manneklu svarar Haraldur: „Ég tek bara ofan fyrir þeim. Foreldrarnir eru settir í ofboðslega vondar aðstæður og þeir eru orðnir langþreyttir.“


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652