Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Lífeyrissjóðirnir vildu fá að eiga 25 prósent í fyrirtækjum en fá 20

$
0
0
„Þetta er fyrst og fremst svo að það þurfi ekki svona marga sjóði til að koma að einstaka fjárfestingum,“ segir Þórey Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, aðspurð um af hverju íslenskir lífeyrissjóðir telja að breyta þurfi lögum um sjóðina þannig að þeir megi eiga allt að 25 prósent í einstaka fyrirtækjum og félögum.
Í gildandi lögum er þetta hlutfall 15 prósent en efnahags- og viðskiptanefnd hefur lagt fram breytingartillögu á lögum um lífeyrissjóði sem felur í sér að hlutfallið verður hækkað upp í 20 prósent. „Þarna er farið bil beggja. Ég sé ekki að eitthvað mæli gegn þessu. Meginreglan er sú að lífeyrissjóðunum er treyst til að meta ávöxtun og áhættu af einstaka fjárfestingum. Það er samasemmerki á milli lífeyrissjóðanna og almennings á Íslandi.“
Vegna gjaldeyrishaftanna eiga lífeyrissjóðir rúmlega 40 prósent af öllum skráðum hlutabréfum á Íslandi og mikið magn óskráðra hlutabréfa einnig. Með lagabreytingum efnahags- og viðskiptanefndar munu lífeyrissjóðirnirnir einnig geta fjárfest beint í fasteignum auk þess sem eftirfarandi setning kemur inn í lögin: „Lífeyrissjóður skal setja sér sið­ferðisleg viðmið í fjárfestingum.“ Fjárfestingaheimildir lífeyrissjóðanna munu því aukast fyrir vikið og færri sjóðir geta komið sér saman um fjárfestingar í einstaka fyrirtækjum.

Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652