„Hættan er raunverulega sú að Samfylkingin gæti þurrkast út í næstu kosningum,“ segir Árni Páll Árnason, oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og fyrrum formaður flokksins.
Árni Páll bendir á að Samfylkingin hafi ávallt mælst hærri í skoðanakönnunum, en þegar talið er upp úr kjörkössunum.
„Mér finnst þetta grafalvarleg staða,“ segir Margrét en hún segir flokkinn þó líklega halda velli, en minnkandi fylgi sé áhyggjumál sem þurfi að takast á við.
Hún segir kosningabaráttuna þó dapra, ekki bara hjá Samfylkingunni, heldur öllum stjórnmálaflokkum. „Ég held að þessi áhersla á netið sé stórlega ofmetin. Kjósendur vilja að það sé hlustað á þá, að þeir fái að horfast í augu við frambjóðendur,“ segir Margrét að lokum.-vg
Box
Samfylkingin mælist með 6,1 prósent fylgi í nýrri könnun MMR en tæp 6 prósent í könnun Félagsvísindastofnunar sem Morgunblaðið greindi frá í gærmorgun.
Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, nær ekki kjöri í Suðurkjördæmi samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar. Þá ná Samfylkingarþingmennirnir Össur Skarphéðinsson, Valgerður Bjarnadóttir og Helgi Hjörvar ekki kjöri í Reykjavíkurkjördæmunum.