Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Óttast að Samfylkingin gæti þurrkast út

$
0
0

„Hættan er raunverulega sú að Samfylkingin gæti þurrkast út í næstu kosningum,“ segir Árni Páll Árnason, oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og fyrrum formaður flokksins.

Árni Páll bendir á að Samfylkingin hafi ávallt mælst hærri í skoðanakönnunum, en þegar talið er upp úr kjörkössunum.

„Mér finnst þetta grafalvarleg staða,“ segir Margrét en hún segir flokkinn þó líklega halda velli, en minnkandi fylgi sé áhyggjumál sem þurfi að takast á við.

Hún segir kosningabaráttuna þó dapra, ekki bara hjá Samfylkingunni, heldur öllum stjórnmálaflokkum. „Ég held að þessi áhersla á netið sé stórlega ofmetin. Kjósendur vilja að það sé hlustað á þá, að þeir fái að horfast í augu við frambjóðendur,“ segir Margrét að lokum.-vg

Box

Sam­fylk­ing­in mælist með 6,1 prósent fylgi í nýrri könnun MMR en tæp 6 prósent í könnun Félagsvísindastofnunar sem Morgunblaðið greindi frá í gærmorgun.
Odd­ný G. Harðardótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, nær ekki kjöri í Suður­kjör­dæmi samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar. Þá ná Sam­fylk­ing­arþing­menn­irn­ir Össur Skarp­héðins­son, Val­gerður Bjarna­dótt­ir og Helgi Hjörv­ar ekki kjöri í Reykja­vík­ur­kjör­dæmun­um.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652