Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Telur Brexit-útgönguna mýkjast í meðförum þingsins

$
0
0

Breskir dómstólar úrskurðuðu í vikunni að útganga Bretlands úr ESB gæti ekki hafist fyrr en breska þingið samþykkti slíkt. Þá breytir engu um að yfir 30 milljónir tóku þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem niðurstaðan var sú að Bretar ættu að ganga út úr sambandinu.

Utanríkisráðuneytið hefur komið á laggirnar vinnuhópi, Brexiteinininguna svokölluðu, sem metur áhrif útgöngu Breta á íslenskan efnahag.

„Við viljum auðvitað halda í þau viðskiptakjör sem við erum með innan EES, og það er verið að greina hvaða málaflokkar skipta okkur máli, en við erum á fyrstu stigum í þessu mati,“ útskýrir Lilja. Bretland er stærsta viðskiptaland Íslendinga.

Hún segir ekki ólíklegt að útganga Breta út úr ESB gæti breyst í meðförum þingsins, en nokkur vilji er á meðal andstæðinga útgöngunnar að mýkri leið verði farin í þeim efnum. „Umræðurnar á þinginu eiga líklega eftir að móta leiðirnar varðandi útgöngu,“ bætir hún við.

„Ég trúi því þó ekki að þeir fari gegn þjóðarvilja,“ áréttar Lilja en það er ljóst að ákvörðunin hefur þegar tekið sinn toll af bresku efnahagslífi. Þá sérstaklega á fjármálasviðinu.

„Á móti kemur að þó pundið hafi veikst, þá verða Bretarnir samkeppnishæfir á öðrum sviðum,“ segir Lilja sem lítur til tækifæranna þegar kemur að útgöngu landsins úr ESB.

Í ljósi þess að möguleiki er á því að Íslendingar kjósi á kjörtímabilinu um að taka aftur upp viðræður við ESB, segir Lilja að menn verði að meta hvað henti hagsmunum Íslands best. „Og ég tel að hagsmunum okkar sé best borgið fyrir utan ESB, m.a. vegna sameiginlegu fiskveiðistefnunnar og enn eigi eftir vinna úr skuldakrísunni hjá ákveðnum aðildarríkjum.“ -vg


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652