Í úrskurði Neytendastofu kemur fram að fyrirtækið hafi komið sér hjá fyrri úrskurði Neytendastofu með því að selja verðlausar rafbækur með það að markmiði að fela kostnað við lánveitingu.
Neytendastofa óskaði eftir lista yfir bækur sem smálánafyrirtækin selja, og fengu þá þau svör að bókatitlanir væru 150 þúsund og að listi yfir bækurnar væru 1300 blaðsíður. Því væri erfitt um vik að senda slíkan lista. Neytendastofa óskaði engu að síður eftir listanum, sem þeir fengu þó ekki.
Birtingarmynd bóksölunnar er sérkennileg, en Vísir.is greindi frá því að vinsælasta íslenska rafbókin á lista Amazon-bóksölunnar, væri „Virka daga Stalker“ og er sögð vera eftir Halldór Sigfússon. Hún kostar 50 dollara eða rúmar 5.600 krónur. Talið er að bækurnar séu hluti af brellu smálánafyrirtækjanna. Þá kemur fram í úrskurði Neytendastofu að bækurnar séu verðlausar.
Myndatexti: Á myndinni má sjá hluta af forsíðu einnar bókar sem hefur selst óvanalega vel samkvæmt mælingum Amazon.