Að gera sína eigin frostpinna er frábær fjölskylduskemmtun þar sem litagleði og skapandi hugsun ættu að ráða ríkjum. Það er hægt að nota næstum hvað sem er úr ísskápnum í pinnana en ekki skaðar að eiga bragðmikla og fallega ávexti. Grunnurinn getur verið hvers kyns mjólk eða rjómi, eða þá vatn fyrir þá sem vilja eitthvað enn meira svalandi og passa í leiðinni upp á línurnar. Gott er að eiga blandara til að hræra allt góðgætið saman en það er þó alls ekki nauðsynlegt. Hér eru nokkrar uppskriftir til að komast á bragðið.
Möndlupinni með kiwi
3 1/2 bolli möndlumjólk
1/2 bolli þeyttur rjómi
1 msk sykur
1 tsk kanill
Smá salt
Sneiðar af kiwi til skrauts
Vatnsmelónupinni
1 lítil steinhreinsuð vatnsmelóna
2 msk sykur
1/3 bolli limesafi
2 tsk rifinn engifer
Smá salt
Kirsuberjapinni
2 bollar kirsuber ( hægt að nota hvers kyns ber, fersk eða frosin)
1 1/2 bolli möndlumjólk
2 msk sykur
2 tsk sítrónusafi
Möndludropar
Smá salt
The post Það er svalt að gera sína eigin frostpinna appeared first on FRÉTTATÍMINN.