Óskar Þór stefndi Þjóðskrá Íslands fyrir dóm fyrir að veita sér ekki leyfi til þess að búa í húsinu. Deilan snýst um að Óskar flutti lögheimili sitt á Nátthaga árið 2007, en þar er sumarhúsabyggð. Bæjaryfirvöld hugðust þá breyta byggðinni í íbúabyggð, en horfið var frá því nokkru síðar en lögum samkvæmt er ekki hægt að vera með lögheimili í frístundabyggð.
Óskar, sem býr stóran hluta af árinu í Lettlandi, var ósáttur við þetta, ekki síst vegna þess að slík ákvörðun rýrir eign hans verulega að eigin mati, auk þess sem tveir aðrir hafi þar fasta búsetu. Þeir fengu aftur á móti skráð lögheimili nokkru áður, og það stendur að mati dómsins.
Eins telur dómurinn að um sé að ræða óverulega takmörkun á rétti manna til búsetu og því er niðurstaðan þessi; Óskar fær ekki að búa í Sandgerði. Málskostnaður féll niður.-vg