Hattar eru fullkominn fylgihlutur fyrir hið íslenska sumar, svo lengi sem það er ekki of vindasamt reyndar, en þá skiptir öllu máli að velja hatt sem situr vel á höfðinu. Hattur er klassísk og tímalaus eign sem hægt er að klæða upp og niður fyrir hin ýmsu tilefni. Hattar hafa verið algengir hjá báðum kynjum í vor og sumar á hinum og þessum viðburðum, allt frá tískuvikum til tónlistarhátíða.
Kúrekahatturinn er fyrirtaks „statement“ fylgihlutur.
Hattur: Vintage
Hvítur hattur við sumarlegan klæðnað. Veski í fallegum lit poppar upp á heildarútlitið.
Hattur: River Island.
Kúluhattur af stærri gerðinni við hversdagslegan gallakjól. Einfalt og fallegt.
Hattur: Urban Outfitters.
Hattar voru áberandi á Governors Ball tónlistarhátíðinni í New York í byrjun sumars. Hattar og blóm fara vel saman.
Hattur: H&M.
Það er fátt meira heillandi en menn með snyrtilegt skegg. Nema kannski skeggjaðir menn með hatta. Drapplitaður hattur og jakki og sólgleraugu í stíl er að minnsta kosti pottþétt sumardress.
Hattur: Topman.
Hvítt frá toppi til táar. Elegant og klæðilegt lúkk, enda af dýrari gerðinni.
Hattur: Maison Michel.
Það er alveg óhætt að eignast hatt í almennilegum lit og leika sér svo að því að para hann saman við hlutlausa eða sterkari liti.
Hattur: Lola.
Svartur hattur frá breska merkinu Locke & Co. Ef einhverjir kunna að hanna hatta þá eru það Bretar, enda rík hattamenning þar í landi.
Hattur: Locke & Co.
Hatt og varalit í stíl er einstaklega fallegt að para saman.
Hattur: Lack of Colour.
The post Meiriháttar hattar appeared first on FRÉTTATÍMINN.