Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Býst við metfjölda í jólaveislu Hjálpræðishersins

$
0
0

Sigurður Ingimarsson, foringi í Hjálpræðishernum, býst við rúmlega 200 manns í mat í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem herinn heldur árlega jólveislu sína.

„Við höfum eiginlega alltaf boðið upp á lambakjöt,“ svarar Sigurður Ingimarsson, foringi í Hjálpræðishernum, spurður hvað verður á boðstólum í jólaveislu Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld.

Sigurður segist búast við yfir 200 manns í mat um kvöldið, „og þar af verður líklega nokkuð af hælisleitendum,“ segir hann til útskýringar um fjölgunina. Hann býst því við að fleiri mæti í jólamatinn á aðfangadagskvöld en nokkurntímann áður en Hjálpræðisherinn hefur fundið mikið fyrir stórauknum straumi hælisleitenda hingað til lands á þessu ári.

„Jólaskemmtunin hefst svo um klukkan fjögur um daginn, en við vorum yfirleitt með hana á eftir. Við breyttum því fyrir börnin,“ segir Sigurður og því ljóst að fjörið hefst snemma í ráðhúsinu.

Það er Hereford-kokkurinn Andrés Kolbeinsson sem mun sjá um matseldina, auk þess sem fjöldi sjálfboðaliða tryggir að allt gangi snurðulaust fyrir sig.

Sigurður segir að fleiri hafi mætt í mætt í jólaveisluna síðan þeir fóru að halda hana í ráðhúsinu, það skýrist þó aðallega af þeirri einföldu ástæðu að það er meira pláss.

„En svo hefur hælisleitendum fjölgað nokkuð, og það telur,“ segir Sigurður.

Skemmtiatriði verða yfir matnum, bæði tónlist og upplestur, þá er hægt að skrá sig í veisluna á vef Hjálpræðishersins, herinn.is. -vg


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652