Þannig er mál með vexti að starf skólastjóra var auglýst árið 2012 og fól mennta- og menningarmálaráðuneytið fyrirtækinu Attentus að gera úttekt á skólanum. Í úttektinni kom fram að undanfarin ár hefði pólitískur styr staðið um skólann og að mikilvægt væri að stjórnendateymið tengdist ekki pólitískum fylkingum innan sveitarfélagsins. Björn var þá varabæjarfulltrúi fyrir Lista allra Garðbúa, L-listann. Með hliðsjón af þessu var Björn ekki boðaður í viðtal, þrátt fyrir að hafa starfað um langt skeið sem kennari í skólanum.
Í niðurstöðu héraðsdóms kom fram að almenn skírskotun um pólitískar deilur um skólastarfið gæti ekki réttlætt slíkt. Þannig hafi falist ólögmæt meingerð gegn Birni. Því var skólanum gert að greiða honum miskabætur upp á hálfa milljón. Áður hafði Umboðsmaður Alþingis komist að sömu niðurstöðu. -vg