Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

John Oliver tæklar matarsóun

$
0
0
Grínistinn John Oliver hefur getið sér gott orð á síðustu misserum með bráðskemmtilegum og hnitmiðuðum fréttaskýringum í spjallþætti sínum Last Week Tonight á sjónvarpsstöðinni HBO. Í síðasta þætti tók hann fyrir matarsóun, en 40% alls matar sem framleiddur er í Bandaríkjunum endar í ruslinu.

Oliver fer yfir sjokkerandi tölfræði á sinn einstaka hátt. Matvara að andvirði165 milljarða dollara endar í ruslinu árlega, sem þýðir að hver Bandaríkjamaður hendir um 9 kílóum af mat mánaðarlega. Svo hægt sé að sjá þessar stóru tölur fyrir sér á einhvern hátt má ímynda sér 730 fótboltavelli, uppfulla af rusli, en það jafngildir þeim mat sem sóað er árlega í Bandaríkjunum.

Oliver skýtur einnig föstum skotum að Donald Trump í myndbandinu, sem undirbýr nú forsetaframboð af miklum móð. Oliver líkir einnig hugmyndum okkar um mat við hugmyndir um líkamsvirðingu og tekst þannig að blanda Channing Tatum og Leonardo DiCaprio inn í fréttaskýringu sína.

Og ef þú færð ekki nóg af herra Oliver, kíktu þá á skýringar hans um hefndarklám, Miss America eða kjarnorkuvopn.

The post John Oliver tæklar matarsóun appeared first on FRÉTTATÍMINN.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652