Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Búnir að kubba stanslaust í um mánuð

$
0
0

„Við erum búnir að kubba stanslaust í um mánuð,“ segir Guttormur Þorfinnsson, smiður og Legó-áhugamaður, en hann opnaði ásamt félögum sínum lítið Lególand í Hafnarfirði um áramótin. Fréttatíminn greindi frá því fyrir áramót að til stæði að opna leikland fyrir börn í Hafnarfirði. Þá sagðist Guttormur hafa fengið áhugann á Legó fyrir um 24 árum, eða þegar hann eignaðist son sinn. Nú er hann komin yfir miðjan aldur, og áhuginn hefur ekkert dvínað.

Hann hefur haldið nokkrar Legó-sýningar síðustu ár, meðal annars í Ráðhúsi Reykjavíkur, en þetta er sú fyrsta í Hafnarfirði. „Hingað munu koma leikskólar og vonandi fleiri,“ segir Guttormur sem segir sýninguna nokkuð umfangsmikla. „Við eyddum meðal annars tveimur dögum í eitt módelið,“ segir hann. Meðal þess sem má finna verða Legó-lestir sem börnin mega leika sér að og sérstök leiksvæði. Þeir félagar rukka 500 krónur inn fyrir alla þá sem eru eldri en 3 ára til þess að standa straum af kostnaði.

„Þetta er allavega eitthvað fyrir börnin að gera,“ segir Guttormur sem nýtur þess sjálfur að kubba.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652