Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Neyðarlínan sýnir samfélagsábyrgð í verk

$
0
0

Þórhallur Ólafsson framkvæmdastjóri segir það mikilvægan hluta af fyrirtæki í slíkri þjónustu að leggja sig fram um að sýna samfélagslega ábyrgð.
„Samfélagsleg ábyrgð Neyðarlínunnar felst í því að vinna að auknum lífsgæðum almennings með því að bjarga mannslífum og verja umhverfi, eignir og mannvirki landsmanna. Vel þjálfað og hjálpsamt starfsfólk stuðlar ennfremur að því að draga úr afleiðingum slysa og náttúruhamfara. Með starfsemi sinni sem og markvissum forvörnum og fræðslu skilar fyrirtækið miklum arði til samfélagsins,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.

Hann segir samfélagslega ábyrgð vera samþætta stefnu og starfsháttum Neyðarlínunnar sem vill með stefnu sinni auka jákvæð áhrif af starfseminni til heilla fyrir samfélagið allt. Sem dæmi um annan vettvang þar sem fyrirtækið sýnir samfélagslega ábyrgð vill Þórhallur nefna græna samgöngustefnu fyrirtækisins.
„Neyðarlínan hefur græna samgöngustefnu þar sem starfsfólki býðst að fá greitt sem nemur aðgangi að almenningssamgöngum gegn því að 60% ferða til og frá vinnu séu farnar með öðrum hætti en á einkabíl og lætur nærri að helmingur starfsmanna nýti sér þann möguleika. Stór hluti starfsemi Neyðarlínunnar felst í rekstri fjarskiptastaða fyrir neyðar- og öryggisfjarskipti. Rekur fyrirtækið þannig fjarskipti á um 200 stöðum, og þar af eru 70 á sumum helstu veðravítisstöðum landsins. Þessa staði þarf að knýja með rafmagni og þjónusta nokkuð reglulega. Vegna þessa rekur Neyðarlínan fjöldann allan af dísilrafstöðvum (flestum þó bara til þrautavara) og fjallatrukka. En í mótvægisskyni hefur fyrirtækið gert samning við Kolvið hf. um að kolefnisjafna alla olíubrennslu rafstöðva og bíla og ennfremur stefnir fyrirtækið stöðugt í átt að minni dísilnotkun til framleiðslu rafmagns, með síaukinni notkun sólar- vinds- og vatnsafls smávirkjana. Þannig hefur á síðustu fjórum árum tekist að minnka notkun díselolíu til rafmagnsframleiðslu um nærri 80%,“ segir Þórhallur.
„Svo má líka geta þess að Neyðarlínan er aðili að Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð, og í nóvember 2015 varð Neyðarlínan eitt af 103 fyrirtækjum og stofnunum til að skrifa undir yfirlýsingu um loftslagsmál þar sem fyrirtækið skuldbindur sig til að setja sér markmið og grípa til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og myndun úrgangs.
Neyðarlínan hefur einnig tekið virkan þátt í að auka öruggt aðgengi alls almennings að símkerfum til að geta á öllum stundum hringt eftir aðstoð. Þar hefur fyrirtækið ítrekað beitt sér þannig að um munaði. Eins og t.d. að taka að sér að sjá um að ljúka hringtengingu ljósleiðara á Vestfjörðum, uppsetningu fjarskiptastaðar á norðanverðum Ströndum, auk fjölda annarra smærri ljósleiðara og rafvæðingarverkefna.“

Neyðarlínan sinnir neyðarútköllum allan sólarhringinn  en er jafnframt meðvitað og samfélagslega ábyrgt fyrirtæki. Mynd | sigosig
Neyðarlínan sinnir neyðarútköllum allan sólarhringinn
en er jafnframt meðvitað og samfélagslega ábyrgt fyrirtæki. Mynd | sigosig

Frá árinu 2004 hefur Neyðarlínan unnið ötult starf í samstarfi við Barnaverndarstofu við að kynna neyðarnúmerið 112 sem barnaverndarnúmer og nú koma um 6% allra barnaverndartilkynninga inn gegnum 112.

Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, hleypir vatni á eina af smávirkjunum fyrirtækisins.
Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, hleypir vatni á eina af smávirkjunum fyrirtækisins.

Þá hefur Neyðarlínan fengið Jafnlaunavottun VR, staðist allar síðari úttektir, og hefur nú sótt um að fá gerða hjá sér jafnlaunaúttekt.

Hér er verið að setja upp fjarskiptastað á Finnbogastaðafjalli við Norðurfjörð á Ströndum í sumar.
Hér er verið að setja upp fjarskiptastað á Finnbogastaðafjalli við Norðurfjörð á Ströndum í sumar.

Unnið í samstarfi við Neyðarlínuna


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652