Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Fyllsta jafnræðis gætt hjá KPMG

$
0
0

KPMG er stórt alþjóðlegt félag en á heimsvísu starfa um 189.000 manns hjá félaginu í 152 löndum. Á Íslandi telst það einnig til stærri félaga en nú starfa um 280 manns á Íslandi á 17 stöðum á landinu. „Það hefur lengi verið stefna hjá KPMG að vera samfélagslega ábyrgt félag og má sem dæmi nefna að hið alþjóðlega KPMG hefur verið aðili að Global Compact Sameinuðu þjóðanna frá 2002. Með veganesti KPMG Global höfum við hér hjá KPMG á Íslandi unnið að samfélagsábyrgð félagsins með margvíslegum hætti,“ segir Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir, markaðsstjóri KPMG á Íslandi.

Jafnréttisáætlun í fjölda ára
Stefna KPMG í samfélagsábyrgð byggist upp á fjórum meginstoðum; mannauði, miðlun þekkingar, umhverfisvitund og samfélagi. „Í mannauðsmálum horfum við t.d. til jafnréttis og fjölbreytileika meðal starfsmanna og að hver starfsmaður sé metinn á eigin forsendum. Einnig að fyllsta jafnræðis sé gætt milli allra starfsmanna félagsins,“ segir Jóhanna Kristín.
KPMG fékk jafnlaunavottun VR árið 2013, var einn af fyrstu vinnustöðum sem öðluðust þá vottun. „Við erum afar stolt af vottuninni en félagið hefur unnið eftir jafnréttisáætlun í fjölda ára. Við bjóðum upp á sveigjanlegan vinnutíma og markvissa starfsþróun sem er mikilvægt í örri þróun á vinnumarkaði. Starfsmenn KPMG, bæði núverandi og fyrrverandi, eru boðberar þekkingar og atvinnulífið og samfélagið í heild nýtur góðs af þessari áherslu á fræðslu og starfsþróun hjá félaginu.“

Styður við sprotafyrirtæki
Miðlun þekkingar er stór hluti af samfélagsábyrgð KPMG, að sögn Jóhönnu Kristínar. „Enda byggir kjarnastarfsemi félagsins á þekkingu og reynslu starfsmanna og miðlun þeirrar þekkingar. Hér mætti nefna fróðleiksfundina okkar sem jafnan eru öllum opnir og fólki að kostnaðarlausu, útgáfu bæklinga, t.d. skattabæklings sem fólk getur nýtt bæði við gerð eigin skattframtala og við sína vinnu.“

KPMG leggur sig fram við að styðja við sprotafyrirtæki og nýsköpun. „Við erum ásamt öðrum bakhjarlar Innovit um frumkvöðlakeppnina Gulleggið. Þar er framlag okkar þríþætt og felst í fjárframlagi, námskeiðshaldi og setu í dómnefnd Gulleggsins. Við eigum í góðu samstarfi við háskólana og erum um þessar mundir að taka á móti nemendum úr Háskólanum í Reykjavík í starfsnám, en þannig náum við að miðla þekkingu okkar til ungs fólks á leið út í­ atvinnulífið,“ segir Jóhanna Kristín.

Samgöngustyrkir og svansvottun
Umhverfismálin eru einnig ofarlega á baugi hjá KPMG. „Við erum stolt af því að hafa átt þátt í að skrifa undir loftslagsyfirlýsinguna 15. nóvember 2015 enda skiptir það okkur máli að reyna að samþætta umhverfisvitund við starfsemi félagsins. Í því samhengi nefna að í höfuðstöðvum félagsins, að Borgartúni 27­, flokkum við ruslið og höfum gert frá maí 2012, við fórum í átak í febrúar 2013 til að minnka útprentun og í dag erum við með aðgangsstýrða prentara sem hafa minnkað pappírsnotkun félagsins mjög mikið,“ segir Jóhanna Kristín og bætir við að hreinsiefni sem notuð eru til þrifa í Borgartúninu séu svansvottuð. „Við erum einnig með samgöngustyrki fyrir starfsmenn sem að jafnaði nota strætó til að komast til vinnu og svo hafa starfsmenn góðan aðgang að rafmagni til að hlaða rafmagnsbíla.“

KPMG hvetur starfsfólk sitt til að leggja samfélaginu lið og getur hver starfsmaður varið einum vinnudegi á ári í samfélagslegt verkefni að eigin vali. „Einnig veitir KPMG fjölmörgum samtökum og íþróttafélögum vítt og breytt um landið stuðning með einum eða öðrum hætti,“ segir Jóhanna Kristín.

Hægt er að kynna sér starfsemi KPMG nánar á kpmg.is.

Unnið í samstarfi við KPMG


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652