Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Eiginkona Andemariams og börn hennar búa sem réttindalitlir flóttamenn í Svíþjóð

$
0
0

Eiginkona fyrsta plastbarkaþegans í heiminum, Andemariams Beyene, yfirgaf Ísland og settist að í Svíþjóð nokkrum mánuðum eftir fráfall eiginmanns hennar í byrjun árs 2014. Síðan þá hefur hún búið ásamt börnum sínum á óþekktum stað í Svíþjóð sem flóttamaður og bíður eftir því að yfirvöld innflytjendamála í Svíþjóð ákveði hvort hann verði leyfi til að búa í landinu til frambúðar. Þetta herma heimildir Fréttatímans. Heimildir blaðsins herma að hún hafi farið til Svíþjóðar til að vera nálægt ættingjum sínum.

Konan var hins vegar komin með dvalarleyfi af mannúðarástæðum á Íslandi vegna veikinda eiginmanns hennar og eiga einstaklingar sem eru með þá stöðu yfirleitt auðvelt með að fá ríkisborgararétt í viðkomandi landi. Þetta leyfi fékk konan í fyrsta sinn um ári eftir aðgerðina sem gerð var á Andemariam. Hún og börn hennar og Andemariams hefðu því líka átt auðvelt með að fá íslenskan ríkisborgarétt og öll þau réttindi sem honum fylgja. Alþingi Íslendingar getur til dæmis ákveðið að veita einstaklingum sem eiga um sárt að binda íslenskan ríkisborgararétt. Réttarstaða konunnar í Svíþjóð er því miklu verri en hún hefði verið ef hún hefði dvalið áfram á Íslandi.

Paulo Macchiarini og Andemariam Beyene sjást hér saman. Fjöldi rannsókna á aðgerðum Macchiarinis stendur nú yfir, meðal annars ein á íslenskum öngum málsins.
Paulo Macchiarini og Andemariam Beyene sjást hér saman. Fjöldi rannsókna á aðgerðum Macchiarinis stendur nú yfir, meðal annars ein á íslenskum öngum málsins.

Mál Andemariams Beyne, Erítreumanns sem búsettur var á Íslandi ásamt konu sinni og börnum, hefur vakið heimsathygli. Hann var með krabbamein í hálsi og fékk græddan í sig plastbarka í Svíþjóð árið 2011. Ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini var helsti hvatamaður aðgerðarinnar sem var sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum þar sem plastbarki var græddur í mann. Andemariam var sendur til Svíþjóðar frá Íslandi þar sem hann hafði notið læknismeðferðar Tómaar Guðbjartssonar á Landspítalanum. Engar vísindalegar eða vísindasiðferðislegar staðfestingar lágu til grundvallar aðgerðinni þegar hún var prófuð á Andemariam og hefði hún ekki eins verið reynd á dýrum. Andemariam var því eins konar tilraunadýr og leið hann miklar kvalir eftir aðgerðina þar sem plastbarkinn virkaði aldrei sem skyldi. Hann lést svo í ársbyrjun árið 2014.

Eiginkona Andemariams kemur fram í viðtali í heimildarmynd um plastbarkaaðgerðir Paulo Macchiarinis eftir sænska blaðamanninn Bosse Lindqvist sem sýnd hefur verið í þremur hlutum á RÚV síðustu vikurnar. Í myndinni kemur ekki fram hvar eiginkona Andemariams búi að hver hennar staða sé. Fréttatíminn hefur hins vegar gert árangurslausar tilraunir til að hafa upp á henni síðustu mánuði, bæði til að heyra hennar frásögn af aðgerðinni á Andemariam og eins til að fá upplýsingar um afdrif hennar. Þessar tilraunir hafa ekki skilað árangri.

Margs konar rannsóknir og athuganir standa nú yfir á plastbarkaaðgerðum Paulo Macchiarinis, bæði í Svíþjóð og á Íslandi. Sænska lögreglan rannsakar málið sem mögulegt sakamál vegna þess að allir sjúklingar Paulo Macchiarinis nema einn dóu í kjölfar aðgerðanna. Gagnrýnar skýrslur hafa verið gefnar út um málið í Svíþjóð auk þess sem Landspítalinn og Háskóli Íslands skipuðu sérstaka rannsóknarnefnd sem Páll Hreinsson stýrir sem á að kortleggja íslenska anga málsins.

Eiginkona Andemariams er ekki nefnd á nafn hér til að vernda hana og verja réttarstöðu hennar í Svíþjóð.

 

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652