Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Tugþúsundir af dauðum laxi úr laxeldi

$
0
0
,,Þetta var hrikaleg sjón sem blasti við þeim sem vildu sjá um helgina, tugþúsundir af dauðum löxum á bryggjunni á Djúpavogi, ker við ker,“ sagði vegfarandi sem kom að dauða laxinum á bryggjunni

,,Þetta er búið að vera að gerast í laxeldinu í Berufirði núna síðustu daga. 30-40 tonnum af steindauðum 5-6 kg. laxi dælt upp úr kvíum á dag sem voru með allt of miklu magni af fiski í.

Skilst að verið sé að keyra þessu bæði í bæinn til að reyna að fá þetta brætt einhversstaðar og einnig verið að keyra miklu magni til urðunar í lóninu“

,,Það var greinilega svolítið síðan fiskurinn drapst en mest voru þetta 5 til 6 punda laxar, sem einu sinni voru fallegir, en alls ekki lengur.

Og mér skilst að þetta verði keyrt í burtu og urðað meðal annars í Lóni svo það er um langan veg að fara ,“ sögðu heimildarmenn okkar einnig.
Það er Norsk eldisfyrirtæki sem eiga orðið stærsta hluta í fiskeldi Austjarða í Berufirði.

Það hefur komið fram að óvenjulega mikið af laxi hafi drepist uppá síðkastið hjá fiskeldi Austurlands í Berufirði en þeir hafa tilkynnt Matvælastofnun um málið sem að vinnur að því að greina umfangið og hvað veldur.

RÚV vakti fyrst athygli á þessu máli en umræðan um ástandið hefur farið núna manna á milli sem eru í stangaveiðinni og þetta setur óhug að mönnum um framtíð villta laxins.“ segir einn af viðmælendum okkar í dag.

 

Mynd Boggi Tona


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652