Það má búast við töfum í umferðinni í fyrramálið vegna veðurs.
Spáir snjókomu í nótt og allhvössum vindi og éljum.
Mynd tekin nú rétt eftir miðnættið í Reykjavík.
Búið er að loka Hellisheiði, Þrengslum, Mosfellsheiði og Kjalarnesi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.
Í morgun voru sumir í allt að tvo klukkutíma að komast frá Hafnarfirði til vinnu í Reykjavík. Útlit er fyrir að ástandið verði jafnvel verra í fyrramálið.
Ábendingar frá veðurfræðingi
Suðvestan og vestanlands versnar veður í kvöld. 15-18 m/s, hríð og skarfrenningur til miðnættis, en siðan hlánar á láglendi s.s. á Höfuðborgarsvæðinu. Gengur hratt yfir landið og setur niður talsverðan snjó. Í fyrramálið snýst í SV hvassviðri með éljum og blindu um V-vert landið.
Færð og aðstæður – Vegagerðin
Það er hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á flestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi og sumsstaðar éljagangur. Á Kjalarnesi, Hellisheiði og Þrengslum er hvasst og skafrenningur.
Hálka og snjóþekja er á vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum og hvasst og töluverður skafrenningur á Snæfellsnesi og á fjallvegum á Vestfjörðum.
Á Norðurlandi vestra er hálka eða snjóþekja en mikið autt á Norðaustur- og Austurlandi. Hálka eða hálkublettir eru með suðausturströndinni.
Nú rétt eftir miðnættið þegar að þessar myndir voru teknar, var ansi blint víða í borginni og sérstaklega í vindkviðum.
Gul viðvörun er nú hjá veðurstofunni.
Veðurhorfur á landinu :
Vaxandi suðaustanátt, 13-20 m/s og fer að snjóa við SV-ströndina undir miðnætti og hlánar þar.
Allhvöss suðaustanátt og víða rigning eða slydda á láglendi í nótt og snjókoma fyrir norðan, en snýst í suðvestan 10-18 með éljum í fyrramálið, fyrst V-til. Léttir til á NA-lands seinnipartinn og kólnar aftur.
Færð á vegum klukkan 00:43 7.febrúar 2018