Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 17:15 í dag.
Kynntar verða niðurstöður skoðunar lögreglunnar á því sem kann að hafa farið úrskeiðis vegna rannsóknar á ætluðum kynferðisbrotum karlmanns sem starfaði sem stuðningsfulltrúi drengs sem var á aldrinum 8 til 14 þegar meint brot voru framin.
Tilkynnt var um málið til lögreglu í haust en ekki var hins vegar brugðist við kærunni fyrr en nú í desember. Eins og kunnugt er, þá var maðurinn svo loks handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. desember og það verið framlengt tvisvar sinnum.
The post Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu boðar til blaðamannafundar appeared first on Fréttatíminn.is.