Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Elías seldur á 15 milljarða til Kína – Mun strax fara að tala kínversku

$
0
0
Elías hefur verið seldur til Kína og mun strax fara að tala kínversku

Teiknimyndirnar um litla norska björgunarbátinn Elías sem sýndur er í yfir 100 löndum hefur nú verið seldur til Kína.

Teiknimyndirnar voru seldar til Kína á rúma 15 milljarða en það hefur verið langt ferli að ganga frá sölunni til Kína. Nú mun Elías heilla kínversk börn sem munu fá að njóta hetjunnar í sjónvarpi í fyrsta skipti, nú þegar að þau fagna kínverska nýárinu sem er að ganga í garð núna.

,,Þetta er mjög gott fyrir kínversk börn sem eru heppin.“ segir Torbjørn Urfjell, forstöðumaður Virke, framleiðslunnar. Hann telur að sagan af björgunarbátnum Elíasi sé í heims klassa.

Alf Knutsen, sem er höfundur Elíasar, telur að serían eigi eftir að gera góða hluti í Kína vegna þess að sagan er góð og hún gerist í norskri náttúru og það er mjög framandi fyrir kínverja. Elías verður frumsýndur þann 22. febrúar n.k.

 

Sigurd Slåttebrekk er framleiðandi Animanda TV, sem stendur á bak við framleiðslu teikni- og kvikmyndanna um Elías. Segir að eftir að Elías hafi verið sýndur í sjónvarpi, hefði Iqiyi, kínverska svarið við Netflix, skoðað teiknimyndirnar og hafi þeir ákveðið kaupin í framhaldinu.

Sjónvarpsþættirnar eru einnig seldar til Netflix í Bandaríkjunum, og nú er kínverska markaðurinn einnig kominn til sögunnar.

The post Elías seldur á 15 milljarða til Kína – Mun strax fara að tala kínversku appeared first on Fréttatíminn.is.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652