Hópur fólks vinnur nú að því að koma húsi Samúels í Selárdal í notkun og söfnun stendur yfir á Karolina Fund. Skv. nýjustu tölum virðist vera búið að fjármagna um 10% af kostnaði
,,Okkur vantar hjálp við að koma húsi Samúels í Selárdal í notkun á 20 ára afmæli endurreisnar safnsins. Þar verður aðstaða fyrir gesti, veitingar og búð. Það hefur tekið níu ár að gera húsið fokhelt en til að húsið nýtist þarf hjálp frá góðu fólki til að ná endum saman í að fjármagna lokahnykkinn. “
Nánari lýsing
Félag um listasafn Samúels hefur nú starfað í 20 ár. Endurreisnarstarfið fór af alvöru af stað 2005 þegar samningur var gerður við ráðuneytið þar um og þar hafa nú verið unnar um 5.800 klukkustundir. Sumarið 2005 kom Gerhard König ljónagosbrunninum í upprunalegt horf og síðan hafa verið alls sex vinnubúðir á Brautarholti og sjálfboðaliðar hafa verið af þrettán þjóðernum. Á vefsíðu Listasafns Samúels má lesa um starf félagsins: https://samueljonssonmuseum.jimdo.com/
Samúel tók á móti barnafjölskyldum á sunnudögum og sýndi þeim ljónagosbrunninn og hinar stytturnar af barnslegri gleði. Það er óbilandi elja og draumsýn listamannsins með barnshjartað sem er okkar leiðarljós í að reyna að skapa listasafni Samúels þann sess sem það sannarlega verðskuldar.
Aðstandendur söfnunarinnar hér á Karolina Fund eru áhugafólk um verndun listaverka Samúels Jónssonar, þessa sauðfjárbónda á hjara veraldar sem tók sig til þegar hann fékk ellilífeyri og reisti styttur, listasafn og kirkju fyrir þá fáu aura sem hann fékk í aðra hönd.
Hér er hægt að skoða söfnunina og taka þátt í starfinu
The post Vantar herslumun á að koma húsi Samúels í Selárdal í notkun appeared first on Fréttatíminn.is.