Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

KFC lokað vegna skorts á kjúklingum í Bretlandi

$
0
0
KFC hefur lokað meira en helmingi af þeim 900 skyndibitastöðum sem eru í Bretlandi eftir að upp komu vandamál með afhendingu á kjúklingum til þeirra

Í síðustu viku gerði keðjan samning við DHL um að þeir mundu sjá um afhendingu til keðjunnar í Bretlandi en eitthvað hefur farið úrskeiðis og kenndi DHL, vandamálum sem komu upp í rekstri sínum, um stöðu mála og vandræða með afhendingar.

KFC hefur sett upp vefsíðu þar sem „aðdáendur“ geta fundið næsta stað sem að getur boðið upp á hina vinsælu rétti sem að KFC er þekkt fyrir um allan heim.

DHL sagði í tilkynningu frá sér:,,Vegna rekstrarlegra vandamála hefur fjöldi afhendinga á undanförnum dögum verið með ófullnægjandi hætti eða seinkað. Við erum að vinna með samstarfsaðilum okkar, KFC og QSL, við að leiðrétta ástandið og biðjumst afsökunar á óþægindunum.“

Formaður GMB verkalýðsfélagsins sagði að félagið hefði reynt að vara KFC við því að skipta Bidvest flutningafyrirtækinu út fyrir DHL, ,,það voru mistök. Breytingin leiddi til 255 tapaðara starfa og lokun á fyrirtækinu Bidvest. KFC er með hundruð veitingastaða lokaða á meðan DHL reynir að annast málið en er ófært um það. Og fyrir Þremur vikum síðan vissi KFC að þeir höfðu gert hræðileg mistök en þá var það of seint.“ sagði Mick Rix, formaður GMB.

Einn KFC viðskiptavinur að nafni Claire, sagðist hafa orðið hissa þegar hún fór út með börnum sínum um helgina. ,, Við fórum á laugardagskvöld á KFC í Luton og biðum í um 20 mínútur í akstursþrönginni, um 15 bílar voru í biðröðinni og þegar við komumst að afgreiðsluborðinu og báðum um venjulega fjölskyldu máltíð, þá var okkur sagt Það væri ekki til neinn kjúklingur.“ sagði hún.

Aðrar óánægðir KFC viðskiptavinir hafa kvartað á Twitter m.a.

Chicken chaos as KFC closes outlets

"It's a chicken place, so they should have enough chicken." 🤔How the KFC chicken shortage drama unfolded in the UK: http://bbc.in/2CwyKQN(via BBC Money)

Posted by BBC News on 19. febrúar 2018

 

The post KFC lokað vegna skorts á kjúklingum í Bretlandi appeared first on Fréttatíminn.is.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652