Fréttatíminn hefur fengið fréttir af því rétt í þessu að hugsanlega sé verið að hefja tölvuárásir á tölvur og tölvufyrirtæki á Íslandi – Takið afrit af gögnum!
Höfum fengið staðfest nokkur tilfelli þar sem að mjög óeðlilegir hlutir voru að gerast. Takið afrit af öllum tölvugögnum til öryggis! – Vonandi er málið ekki alvarlegt.
Við erum að fylgjast með málinu og vonum að allt fari vel en viljum þó til öryggis benda fólki á að taka afrit af öllum gögnum t.d af vefhýsingum ofl.
Uppfærum fréttina eftir þörfum. Stutt er síðan að þúsundir fyritækja urðu fyrir miklum skaða þegar að allt hrundi hjá tölvufyrirtækinu 1984 ehf. í desember s.l.
Aðili sem að vinnur við tölvukerfi og var m.a. við vinnu við vefi sem að hýstir voru hjá 1984 ehf. þegar að kerfið hrundi hjá þeim, sagði að kerfið hefði hegðað sér nákvæmlega eins. Þ.e.a.s að vefir hefðu verið að detta út og koma inn og mikið og óeðlilegt flökt í gangi sem á alls ekki að vera. Þá töpuðust heilu heimasíður hundruða fyrirtækja og tölvupóstar m.a. og í sumum tilfellum öll gögn varanlega í tölvu hruninu í desember s.l.
,,Vefirnir hægðu mikið á sér og duttu svo alveg út eins og um árás væri um að ræða.“
Heimildarmaður okkar sagðist muna eyða nóttinni í að taka afrit fyrir alla sína viðskiptavini og var mjög brugðið. ,, Vonandi hafa þetta verið kerfistruflanir sem hefur náðst að ráða við en mér leist bara ekkert á þetta því að þetta var það mikið að mér fannst allt geta gerst í stöðunni og sérstaklega þegar að vefirnir hurfu allt í einu, þá var mér nóg boðið“ sagði heimildamaður okkar sem hefur unnið við tölvukerfi til fjölda ára.
Hann vildi beina því til fólks að afrit eru aldrei of oft tekin og allur er varinn góður eins og reynslan sýnir fyrir skemmstu. Hér má lesa um hvernig kerfishrunið var í desember.
The post Tölvuárás í nótt? – Takið afrit af öllum gögnum appeared first on Fréttatíminn.is.