Khaled Cairo trylltist eftir að hafa skoðað tölvu Sanitu Brauna. Segist hann hafa tryllst og lamið hana með glerflöskum og slökkvitæki sem var 9.7 kg. að þyngd í höfuðið
Khaled Cairo, sem er ákærður fyrir morðið á Sanitu Brauna í íbúð hennar við Hagamel í september er í gæsluvarðhaldsúrskurðum sagður hafa skoðað tölvu hennar fyrr um kvöldið og séð samskipti hennar við aðra karlmenn. Við það segist hann hafa tryllst og lamið hana með glerflöskum og slökkvitæki.
Þetta kemur fram á vef visir.is sem hefur gæsluvarðhaldsúrskurðina undir höndum.
Cairo neitar sakargiftum en tveir yfirmatsmenn hafa verið dómkvaddir til að meta sakhæfi.
Í gæsluvarðhaldsúrskurðum kemur fram að vitni hafi komið að Cairo á vettvangi, séð hann slá Sanitu ítrekað í höfuðið með þungu straujárni og hótað vitninu lífláti ef það færi ekki af vettvangi.
Í ákærunni, sem var þingfest í desember, krefjast börn Sanitu og foreldrar hennar fimmtán milljóna í miskabætur. Cairo er í ákærunni sagður hafa ítrekað „slegið hana í andlit og höfuð með tveimur til þremur glerflöskum og slökkvitæki sem vó 9,7 kg og hert kröftuglega að hálsi hennar.“
The post Trylltist og lamdi konuna með glerflöskum og 9.7 kg. slökkvitæki – Morðið á Hagamel appeared first on Fréttatíminn.is.