Kosningastjóri Donalds Trump hefur verið ákærður fyrir mútur
Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hefur verið ákærður fyrir að hafa greitt yfir tvær milljónir evra, eða um 250 milljónir króna til háttsettra evrópskra stjórnmálamanna. Múturnar eru sagðar hafa vera greiddar fyrir að styðja fyrrverandi forseta Úkraínu, Viktor Yanukovych.
Manafort er sakaður um að hafa mútað svokölluðum “Hapsburg“ hóp fyrrverandi stjórnmálamanna til að styðja úkraínsk stjórnvöld sem voru þóknanleg rússum.
Ákæran var lögð fram í alríkisrétti í Washington en Robert Mueller sem hefur rannsakað tengsl Donalds Trumps og kosningahóps hans við Rússa lagði hana fram.
The post Kosningastjóri Donalds Trump ákærður fyrir mútur appeared first on Fréttatíminn.is.