Maður í gæsluvarðhaldi eftir að þrír létust í bruna á norður Írlandi
Maðurinn sem er 27 ára, er grunaður um morð eftir að þrír menn dóu í eldi í húsi á norður-Írlandi. Rannsóknarlögreglan sem rannsakar eldinn sem kom upp í húsi í Derrylin, Co Fermanagh fór fram á handtökuna en maðurinn var handtekinn á vettvangi og fluttur á sjúkrahús til meðferðar. Áður en hann var færður í fangageymslu.
Lögreglumenn sögðu ,,að minnsta kosti þrír menn hafi látist í eldinum.“
Rannsóknarlögreglumaðurinn Jason Murphy sagði: ,,Eldsvoðinn hefur tekið a.m.k. þrjú líf og við fyrstu sýn teljum við öruggt að eldurinn hefur verið kveiktur af manna völdum.
Við höldum áfram að rannsaka vettvanginn með samstarfsfólki okkar á norður Írlandi. Hugur okkar er hjá fjölskyldu, vinum, samfélaginu og öllum þeim sem eru aðilar að þessu hörmulegu atviki.“
The post Maður í gæsluvarðhaldi eftir að þrír létust í bruna appeared first on Fréttatíminn.is.