Norðmenn hyggjast banna hálf-sjálfvirk skotvopn frá og með árinu 2021. – Heilum áratug eftir fjöldamorð Anders Breivik, sem drap 69 ungmenni í Útey
,, Í dag er ljóst að almennur vilji er fyrir því í Þinginu hjá öllum flokkum að sjálfvirk og hálf sjálvirk vopn verði bönnuð í Noregi, “ sagði Peter Frolich á norska þinginu í gær.
Bannið, sem mun væntanlega öðlast gildi árið 2021, kemur í kjölfar umræðunnar um hálf sjálfvirk vopn í Bandaríkjunum og fjöldamorðið sem var í barnaskóla í Flórída á dögunum þar sem að 17 nemendur voru skotnir til bana og kennari, þann 14. febrúar s.l.
Utøya fjöldamorðin sem Anders Breivik framdi árið 2011, koma aftur upp í huga fólks í Noregi þegar að börnin voru myrt í skólanum í Florida á dögunum
Fjöldamorðin í Noregi sem áttu sér stað þann 22. júlí 2011, þegar maður var dulbúinn sem lögreglumaður og var vopnaður með Ruger Mini-14 hálf-sjálfvirkum riffil og Glock skammbyssu koma upp í huga fólks á þessum tímamótum. Ruger Mini-14, sjálfvirk
Breivik drap 69 einstaklinga og flest fórnarlömbin voru unglingar sem voru að sækja æskulíðs samkomu hjá pólitískum flokki í Útey í Noregi.
Nokkrum klukkustundum fyrir fjöldamorðin, hafði hann drepið átta manns í sprengjuárás rétt við þinghúsið í Ósló. Glock skammbyssa
Frumvarpið sem lagt hefur verið fram, gerir ráð fyrir nokkrum undanþágum, einkum til að nota skotvopn í íþróttum. Frolich sagði að frumvarpinu hefði seinkað vegna þess að margir veiðimenn í Noregi nota hálf-sjálfvirk skotvopn við veiðar.
Það þurfti að fara vandlega yfir það hvernig ný skotvopna lög myndu hafa áhrif á veiðimenn.
Breivik sem er nú 39 ára og ber nafnið Fjotolf Hansen, var dæmdur árið 2012 í 21 árs fangelsi sem að hægt er að framlengja að eilífu svo lengi sem hann er talinn vera ógn við samfélagið.
The post Norðmenn banna hálf-sjálfvirk skotvopn – Fjöldamorðin í Florida og í Útey appeared first on Fréttatíminn.is.