Um páskana verða tónleikar á heimsmælikvarða í HOFI. Sjálf Matteusarpassía J.S.Bach, eitt stórbrotnasta tónverk sögunnar
Einvalalið heimskunnra söngvara og hljóðfæraleikara frá fjölmörgum löndum ganga til liðs við listamenn frá Norðurlandi til að flytja þetta fallega, átakanlega en um leið hátíðlega tónverk þar sem Hymnodia, Kammerkór Norðurlands, Stúlknakór Akureyrarkirkju og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sameina krafta sína undir stjórn Harðar Áskelssonar.
Eins og sjá má hér fyrir neðan er farið að saxast á sætin. Hægt er að smella á slóðina hér fyrir neðan til að tryggja sér miða á þennan mikilvæga viðburð á Norðurlandi.
https://tix.is/is/mak/buyingflow/tickets/4631/ Velkomin í HOF um páskana
The post Tónleikar á heimsmælikvarða í HOFI – Matteusarpassía J.S.Bach appeared first on Fréttatíminn.is.