Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, hefur staðfest að það hafi verið rétt að rætt hafi verið að hann myndi bjóða sig fram gegn Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sitjandi formanni flokksins. Hann hafi ákveðið að gera það ekki en býður sig fram sem varaformannsefni Viðreisnar á landsþinginu um næstu helgi.
,,Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til embættis varaformanns Viðreisnar á landsþingi flokksins um næstu helgi.
Image may be NSFW.
Clik here to view.
Á þeim stutta tíma sem liðinn er frá stofnun flokksins hefur Viðreisn sýnt í verki að við höfum kjark og dug til að ráðast í þær breytingar sem nauðsynlegar eru á íslensku samfélagi svo að lífskjör verði hér áfram í fremstu röð. Við viljum berjast fyrir frjálslyndu, umburðarlyndu og opnu samfélagi þar sem allir fá notið jöfnuðar og jafnra tækifæra. Þar sem frelsi er í fyrirrúmi í stað forræðishyggju. Þar sem öflugt velferðarkerfi er í forgangi ásamt menntun og fjölbreyttri menningu. Þar sem frjáls og öflug samkeppni ríkir á öllum sviðum viðskiptalífs. Þar sem matvælaverð og vaxtastig er sambærilegt og í nágrannalöndum okkar. Í stuttu máli að Ísland sé land frábært land fólk að búa í, fyrir alls konar fólk, unga sem aldna, konur sem kalla, hinsegin eða svona, innfædda sem aðflutta.
Það er mér sannarlega heiður að fá að starfa fyrir Viðreisn og ég vonast eftir að sjá ykkur sem flest á Landsþinginu um næstu helgi.“ segir Þorsteinn á facebooksíðu sinni í dag.
Image may be NSFW.
Clik here to view.
„Ég fann alveg fyrir ákveðnum þrýstingi flokksmanna á að það yrði raunverulegt leiðtogakjör og þótti vænt um að heyra stuðning við mig um það.“ Honum hafi hins vegar fundist mikilvægt að flokkurinn einblíndi á öfluga og samstillta forystu.
Þetta kom fram í Vikulokunum á Rás 1 í morgun.
Þar rifjaði Þorsteinn upp að forystuskiptin í flokknum hefðu orðið við óvenjulegar aðstæður. Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar, ákvað að segja af sér vegna veikrar stöðu flokksins í skoðanakönnunum fyrir síðustu kosningar en þá benti flest til þess að flokkurinn myndi þurrkast út af þingi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tók við formannsembættinu og undir hennar forystu tókst flokknum að fá fjóra menn kjörna.
Þorsteinn, sem í dag ákvað að gefa kost á sér í varaformannsembætti Viðreisnar, segir það alveg rétt að það hafi verið rætt að hann myndi bjóða sig fram gegn Þorgerði og að hann hafi fundið fyrir ákveðnum þrýstingi flokksmanna á að það yrði raunverulegt leiðtogakjör. „Mér fannst mikilvægt að flokkurinn væri að einblína á öfluga, samstillta, samhenta forystu og byggja upp flokksstarfið.“
Landsfundur Viðreisnar fer fram í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ um næstu helgi.
The post Þorsteinn Víglundsson gefur kost á sér í varaformannsembætti Viðreisnar appeared first on Fréttatíminn.is.