Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Háskólarnir iða af lífi

$
0
0
Háskólarnir iða af lífi – “Hver króna sem við fjárfestum inn í háskólastigið skilar sér áttfallt í hagkerfið” 
Lilja Dögg Alfreðsdóttir

,,Hver króna sem við fjárfestum inn í háskólastigið skilar sér áttfallt inn í hagkerfið” sagði Lilja Alfreðsdóttir í dag þegar hún setti Háskóladaginn.  “Mér finnst okkur hafa tekist mjög vel til síðustu 100 árin en við þurfum líka að fara inn í næstu 100 ár með sama hugarfari og ná enn lengra og við munum gera það með því að fjárfesta í menntun” sagði Lilja við sama tilefni.

Að Háskóladeginum standa allir sjö háskólarnir á Íslandi – óhætt er að segja að þörfin fyrir kynningu háskólanámi er mikil því háskólarnir iða af mannlífi þessa stundina enda veðrið frábært og tilvalið að viðra alla fjölskyldumeðlimi.  Kynningin stendur til klukkan 16 í dag. 

 Í næstu viku leggja nemendur, kennarar og starfsmenn háskólana land undir fót og heimsækja níu framhaldsskóla á átta stöðum á landinu og halda áfram að kynna allt háskólanám á Íslandi.

Sjö háskólar landsins kynna yfir 500 námsbrautir í HÍ, HR og LHÍ

Háskóladagurinn 2018 fer fram á morgun laugardaginn 3. mars frá kl. 12 – 16. Allir háskólar landsins standa að Háskóladeginum og er tilgangurinn að kynna fjölbreytt námsframboð sem í boði er á Íslandi. Kynningarnar fara fram í Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands og boðið verður upp á fríar strætóferðir milli staða. Auk fyrrgreindra skóla eru það Landbúnaðarháskóli Íslands, Háskólinn á Hólum, Háskólinn á Bifröst og Háskólinn á Akureyri sem kynna sitt nám á morgun.

956202

Á Háskóladeginum gefst gestum og gangandi tækifæri til að spjalla við nemendur, kennara, náms- og starfsráðgjafa um allt sem viðkemur námi í skólunum sjö, og fá upplýsingar um fjölbreytta námsmöguleika.

En það verða ekki bara námskynningar í boði því á Háskóladeginum verða einnig ýmsir viðburðir, kynningar og uppákomur sem eru áhugaverðar fyrir alla fjölskylduna.  Í húsakynnum HÍ mun Sævar Helgi leiða gesti um himinhvolfið í Stjörnuverinu, Sprengjugenið sýnir listir sínar, jarðskjálftaborð hristir turna sem nemendur hafa smíðað, Vísindabíó verður á sínum stað, ýmsar mælingar á t.d. stökkkrafti, gripi og blóðsykri verða einnig í boði.

Hjá HR verður hægt að upplifa martröð í sýndarveruleika, skoða loftmótorhjól og Formula Student kappakstursbílana, fylgjast með efna- og eðlisfræðitilraunum, láta mæla hjá sér skothraða, sjá þrívíddarprentuð líffæri og margt fleira. Dagskráin hjá  LHÍ verður líkast listahátíð þar sem boðið verður upp á tónlistarveislu allan daginn. Einnig verða þar örfyrirlestrar um spennandi málefni um skiptinám, lífið eftir útskrift, sögu jazztónlistar, meistaranám í sviðslistum, samsköpun, listina að kenna, framtíðina, myndlæsi og erlent samstarf.

Háskóladagurinn mun svo í framhaldi af ofangreindum degi leggja af stað í ferð um landið og heimsækja níu skóla utan höfuðborgarsvæðisins dagana 5. – 15. mars. Allir eru velkomnir á kynningarnar. Hægt er að kynna sér hvaða skóla verða heimsóttir á www.haskoladagurinn.isHÉR ERU MYNDIR FRÁ HÁSKÓLADEGINUM Í DAG  

The post Háskólarnir iða af lífi appeared first on Fréttatíminn.is.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652