Rússnenska leyniþjónustan hefur afhjúpað um 500 njósnara
,, U.þ.b. 500 manns voru afhjúpaðir fyrir njósnir í Rússlandi í fyrra“ segir Pútín.
„Njósnarar vinna hörðum höndum í Rússland við njósnir, með því að nota nýjustu tækni, njósnaforrit og ótrúlega tækni til þess að njósna,“ sagði Vladimir Pútín í ræðu sinni, við starfsmenn rússneska leyniþjónustunnar.
„Bara á síðasta ári voru 72 aðilar sem eru fæddir í Rússlandi og 397 erlendir njósnarar stöðvaðir þegar að upp komst um þá vegna njósnastarfsemi þeirra,“ sagði Pútín.
Frode Berg
Hinn 67 ára gamali norðmaður, Frode Berg frá Kirkenes, er meðal þeirra sem að rússar hafa afhjúpað fyrir njósnir og opinberað hann. Frode Berg er fyrrverandi landamæravörður sem kominn er á eftirlaun, en hann var handtekinn af FSB í Moskvu þann 5. desember s.l. Hann var með 3.000 evrur í reiðufé á sér, sem hann, fyrir hönd ónefndra norðmanna, átti að afhenda til ónefndrar manneskju í Rússlandi.
FSB heldur því fram að peningarnir hafi verið ætlað til greiðslu til uppljóstrara og njósnara í Rússlandi og telur öruggt að Berg sjái um að koma með peninga til Rússlands, til þess að greiða fyrir njósnir og uppljóstranir. Hann er enn í haldi í Rússlandi og verður það næstu mánuði. En hafnar öllum ásökunum og segist hafa verið leiddur í gildru. Norska ríkið greiðir allan túlka- og lögfræðikostnað fyrir Frode Berg vegna málsins.
Frode Berg kemur frá bænum Kirkense sem er efst í Noregi, þar sem að hann var landamæravörður. Landamæri Rússlands og Noregs, eru í Kirkenes.
Rússar halda því einnig fram nú að Bandaríkin muni reyna að hafa áhrif á forsetakosningar síðar á þessu ári, en ekki liggja fyrir neinar sannanir um þær fullyringar.
Bandaríkjamenn eru enn að rannsaka meint áhrif rússa, í forsetakosningum í USA í fyrra.
.
The post Rússnenska leyniþjónustan afhjúpar 500 njósnara appeared first on Fréttatíminn.is.