McDonald tilkynnti á þriðjudag að fyrirtækið muni byrja að selja hamborgara sína með fersku kjöti en ekki úr frystu nautakjöti eins og matsölukeðjan hefur gert hingað til
Mikil ánægja er með nýja ferska nautakjötið í hamborgurunum og er fólk ánægt og segir að ferska nautakjötið í hamborgarunum sé bragðmeira og betra, McDonald’s er talið hafa styrkt stöðu sína á skyndibitamarkaðnum og aukið vinsældir sínar með mun betri vöru.
Um það bil 3.500 staðir í Bandaríkjunum bjóða nú þegar upp á ferskt nautakjöt í hamborgurum og flest allir staðir keðjunnar ættu að vera tilbúnir til þess í maí n.k.
Ferskt nautakjöt hefur lengi verið á dagskrá hjá McDonald’s en það tók margra ára vinnu fyrir fyrirtækið að finna leið til að bæta við ferska nautakjötinu, án þess að fórna á hraðanum sem að fyrirtækið leggur mikið upp úr í afgreiðslu til viðskiptavina.
Ferskt nautakjöt er besta hugmyndin sem McDonald hefur framkvæmt í mörg ár, segja álitsgjafar um breytinguna og almenn ánægja er með breytinguna.
The post McDonald’s gerir miklar breytingar á hamborgurum sínum appeared first on Fréttatíminn.is.