Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Forsætisráðherra Íslands harmar að þingmenn fari eftir stjórnarskránni

$
0
0

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands segir um þingmenn að þeir séu eingöngu bundnir við sannfæringu sína í störfum sínum á Alþingi. Það kemur því undarlega fyrir sjónir þegar að sjálfur Forsætisráðherra Íslands harmar það að tveir þingmenn úr hans eigin flokki hafi farið eftir 48. grein stjórnarskrárinnar og kosið eftir sinni eigin sannfæringu um vanhæfi Sigríðar Andersen.

Í kvöldfréttum RÚV segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að það séu sér vonbrigði að Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn flokksins, hafi greitt atkvæði með vantrausti á dómsmálaráðherra. Þau voru einu þingmenn stjórnarflokkanna þriggja sem studdu vantrauststillöguna sem þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata báru fram. Hvorugt þeirra studdi ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins þegar samið var um það.

„Það eru mér vonbrigði að þau hafi valið að gera það í ljósi þess að á sínum tíma, þegar við fórum inn í ríkisstjórnarsamstarfið, að þá bókaði þingflokkur Vinstri grænna að hann lýsti sig fylgjandi því að fylgja félagslegri niðurstöðu flokksráðsfundar þar sem við ákváðum að fara inn í þetta ríkisstjórnarsamstarf,“ segir Katrín. „Á þeim tíma var auðvitað héraðsdómur fallinn, fyrir utan okkar málflutning í málinu, þannig að stóru atriðin máttu öllum vera ljós á þeim tíma.“

Forsætisráðherra sem og þingmennirnir tveir, sem eru í sama flokki og ráðherrann, voru þeir einu sem að kusu ekki eins og öll ríkisstjórnin. Hafa þeir eins og forsætisráðherrann sjálfur, undirritað drengskaparheit skv. 48. grein stjórnarskrárinnar og eiga því að fara í einu og öllu eftir henni. Einnig þegar að kemur að því að greiða atkvæði á Alþingi.         Með orðum forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur er ekki hægt að skilja ummæli hennar á annan veg, en að hún harmi það að þingmenn fari eftir stjórnarskránni, sem hefur að geyma grunn lög Íslenska lýðveldisins og er öllum öðrum lögum og reglum æðri.

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands: 48. grein
Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands: 47. grein
Sérhver nýr þingmaður skal vinna drengskaparheit að stjórnarskránni þegar er kosning hans hefur verið tekin gild.

The post Forsætisráðherra Íslands harmar að þingmenn fari eftir stjórnarskránni appeared first on Fréttatíminn.is.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652