Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Klámstjarna stefnir Donald Trump fyrir dómstóla

$
0
0

Klámstjarna stefnir Donald Trump fyrir dómstóla – Vil ógilda trúnaðarsamning við forsetann, um þögn um kynlífssamband

Stephanie Clifford hefur farið fram á það við dómstóla, að trúnaðarsamningi sem hún skrifaði undir með Trump og lögfræðingi hans árið 2016 verði ógiltur.

Í febrúar staðfesti lögfræðingur Trump, Michael Cohen, að hann greiddi Clifford rúmlega eina milljón dollara, svo að hún gæti ekki sagt frá sambandi þeirra Trump og Clifford.

Clifford, einnig þekkt sem Stormy Daniels, telur að Trump hafi aldrei undirritað samninginn og sé hann því ógildur. Samkvæmt áfrýjun til dómstóla sem að lögfræðingur hennar, Michael Avenatti, hefur lagt fram. Lögfræðingur Trumps, Michael Cohen er sagður hafa undirritað samninginn í stað Trumps.

En hann sem lögmaður Trumps, hefur áður sagt í dagblaðinu, New York Times að hann hafi greitt Stephanie Clifford 130.000 dollara til að undirrita trúnaðarsamninginn.

Það var The Wall Street Journal, sem fyrst nefndi samskiptin milli lögmanna Trumps og klámstjörnunnar og samkvæmt frétt þeirra, var fjárhæðin millifærð, aðeins tólf dögum fyrir bandarísku forsetakosningarnar.

,,Hvorki Donald Trump né kosningaskrifstofa hans í kosningabaráttunni tóku þátt í viðskiptunum við Clifford, á neinn hátt, sagði Cohen í yfirlýsingu.

Í dómsskjölunum segir Clifford að samningurinn sé ógildur, þar sem að Trump sjálfur, hafi aldrei undirritað hann. Cohen hafi fengið hana til þess að skrifa undir samninginn þann  27. febrúar 2017.

Kynlífsfundur Trumps með Clifford átti sér stað á árinu 2006 í hótelherbergi sem að Trump hafði í tengslum við golfmót sem að hann tók þátt í, ekki löngu eftir að hann giftist núverandi konu sinni, Melania. Trump giftist Melania Trump í Bandaríkjunum árið 2005.

Tímarit birti viðtal við Clifford árið 2011 þar sem hún lýsir í smáatriðum um meint kynferðislegt samband við Trump. En eftir að hafa fengið peningana, neitaði hún að hafa hitt Trump á umræddu hóteli.

Trump neitar
Í gegnum lögfræðinga sína hefur Trump alltaf neitað því að þau hafi átt í ástarsambandi við klámmyndastjörnuna.
En í kosningabaráttunni árið 2016 sökuðu nokkrar konur, Trump um kynferðislega áreitni sem að hann hefur einnig borið af sér og kallað lygar.

Michael Cohen, Lögmaður Donald Trums

The post Klámstjarna stefnir Donald Trump fyrir dómstóla appeared first on Fréttatíminn.is.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652