Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Netin fara úr Ölfusá og Hvítá

$
0
0

Netin fara úr Ölfusá og Hvítá

Samþykkt var á miklum hitafundi Veiðifélags Árnesinga í gærkvöldi að aðeins yrði veitt á stöng á svæði félagsins sumarið 2019.

Tillaga þess efnis var samþykkt með 88 atkvæðum gegn 66. Lax verður því ekki veiddur í net í Ölfusá og Hvítá sumarið 2019 að því fram kemur í Flugufréttum. Fram kemur að netabændur eru ekki ánægðir með þessa samþykkt og ætli sér að kæra ákvörðunina og leita sér réttar fyrir dómstólum.

Drífa Kristjáns­dótt­ir á Torfa­stöðum bar upp til­lög­una en hún er formaður Tungufljóts­deild­ar fé­lags­ins.

Í sam­tali við Flugu­frétt­ir sagði Drífa að til­lag­an hefði ekki verið til­kynnt fund­ar­mönn­um fyr­ir fund­inn.

„Það hef­ur ekki verið hefð fyr­ir því að stjórn fé­lags­ins til­kynni sín­ar til­lög­ur fyr­ir fram og því sáum við enga ástæðu til þess að gera það.“

The post Netin fara úr Ölfusá og Hvítá appeared first on Fréttatíminn.is.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652