Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Ásmundur Einar Daðason vísar á bug tilhæfulausu ásökunum

$
0
0

Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra vísar á bug þeim tilhæfulausu ásökunum sem að á hann hafa verið bornar, varðandi aðkomu hans að málefnum Barnaverndarstofu og stendur við þá niðurstöðu velferðarráðuneytisins, að hvorki Bragi né Barnaverndarstofa hafi gerst brotleg í starfi.

Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ekki hafa leynt gögnum um rannsókn á máli forstjóra Barnaverndarstofu. „Þvert á móti er það svo að ég hafði frumkvæði að því á sínum tíma að fá að hitta velferðarnefnd, til þess að ræða þessi mál,“ segir Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra í viðtali við RÚV í kvöld.

Ráðuneytið hafi afhent nefndinni öll gögn málsins. „Velferðarráðuneytið tók saman öll gögn sem þessu máli tengjast, sendi það til nefndarinnar og nefndin er með öll sömu gögn og ráðuneytið hefur undir höndum,“ segir Ásmundur. Gögnin bárust nefndinni á þriðjudag.
Ásmundur útilokar ekki að gögnin verði afhent fjölmiðlum, að fjarlægðum persónugreinanlegum gögnum. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra lagði áherslu á að öll gögn og málavextir væru uppi á borðinu í því máli sem að um ræðir.

The post Ásmundur Einar Daðason vísar á bug tilhæfulausu ásökunum appeared first on Fréttatíminn.is.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652