Góð veiði í Hraunsfirði
Sergio Bjarni Magnusson skrapp í Hraunsfjörðinn og náði ágætum afla eftir aðeins tvær klukkustundir við veiðar.
,,Hraunsfjörðurinn er fullur af fiski, ég var að nota króka #14, strípa ca. 5cm í einu og svo bíða. Það var rosalega gott veður og hitastigið nánast eins og í sumarlöndum.“ Segir Sergio Bjarni og hlær.
Hann var einnig að veiðum í Þingvallavatni í byrjun mánaðarins og fékk þá líka væna veiði.
Vorveiðin hefur víða verið góð í ár og tíðin almennt fín sérstaklega sunnan heiða.