Quantcast
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

FYRSTI LAX SUMARSINS

FYRSTI LAX SUMARSINS ÚR GRÍMSÁ

Fyrsti laxinn veiddist í Grímsá, þó svo að laxveiðin sé alls ekki byrjuð og ennþá er sjóbirtingsveiði sem hefur verið að gefa vel. Þá veiddist fyrir skömmu, fyrsti laxinn í Grímsá í Borgarfirði en það var veiðimaðurinn Robert Nowak sem að veiddi fiskinn á streamer í Langadrætti í vorveiðinni sem altaf er leyfð í Grímsá, en skylda er að sleppa öllum fiski.

,,Ég sleppti laxinum aftur eins og lög gera ráð fyrir en þetta var nýgenginn lax”. Sagði Robert Nowak í viðtalinu.

Einnig greindi Bubbi Morthes frá því í vikunni að hann hefði séð lax í Laxá í Kjós en hann var einnig fyrstur í fyrra til þess að greina frá fyrstu löxunum í Kjósinni enda fylgist hann vel með daglegum breytingum.

Núna styttist óðum í laxveiðitímann og fyrstu árnar opna þann 4. júní. Ekki hefur verið gefið upp ennþá hverjir opna Norðurá.

Image may be NSFW.
Clik here to view.

 

Þess ber að geta að lokum að SVFR sem er stærsta stangaveiðifélag landsins er 79 ára í dag og á því stórafmæli á næsta ári.

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652