Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Alvarleg staða í Hítará

$
0
0

Stangaveiðifélag Reykjavíkur er leigutaki að ánni Hítará, í morgun féll skriða yfir ánna og óvíst er með framhald á veiði í ánni. Björgunarsveitir og aðilar frá ríkinu eru að skoða aðstæður á staðnum. 

Eins og fram hefur komið féll gífurlega mikil skriða í Hítará á Mýrum nú í morgunsárið. Skriðan féll úr Fagraskógarfjalli nokkuð fyrir ofan Kattarfoss.

Um síðustu helgi var geysi mikið vatn í ánni og stíflan við Hítarvatn var vel opin fyrir rennsli en mjög mikið vatn var vegna rigninga sem hafa varað meira og minna stanslaust í allt sumar og hafa ekki verið meiri síðan 1914.

Viðmælandi okkar sem hefur stundað veiðar á svæðinu í 35 ár sagðist ekki muna eftir eins miklu rennsli í ánni fyrr og yfirborð Hítarvatns sögulega hátt.

Á þessari stundu er ómögulegt að segja til um hvaða áhrif þessi skriða hefur á veiðina í Hítará, eins og staðan er akkúrat núna þá kemur það í ljós á allra næstu dögum hvernig áin mun haga sér við þennan nýja tálma sem féll í hana.

”SVFR er á þessari stundu ekki kunnugt um hvaða áhrif þessi skriða mun hafa á ánna, en SVFR í samráði við landeigendur og Hafrannsóknarstofnun er að vinn að viðbragðsáætlun. Við munum færa ykkur frekari fréttir um leið og þær berast.,, Segir á vef Stangaveiðifélagsins.

Þyrlan flaug yfir svæðið í Hítardal

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652