Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

100 ára afmæli fullveldisins kostaði 200 milljónir en ekki 80

$
0
0

Núna, u.þ.b. þremur vikum eftir að hið umdeilda afmæli fullveldisins sem var haldið á Þingvöllum og víðar um land, hefur komið í ljós að kostnaðurinn var 200 milljónir króna en ekki 80 eins og alltaf var talað um opinberlega.

En það var um það leiti sem að ekki var hægt að liðka til í samningum við ljósmæður og fólki blöskraði 80 milljóna króna kostnaður í því samhengi sem að virðist í raun hafa verið vel rúmlega hærri þegar að allt er tekið saman.

Í fjárlögum kemur fram einn liður þar sem að stendur:  Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands 200.000.000 kr. Ekki er nein sundurliðun á því hvernig peningunum var varið né hefur verið upplýst hvort að um fleiri útgjöld hafi verið um að ræða.

Athygli vakti að almenningur var mjög óánægður með afmælið í alla staði, að þetta hefðir bara verið Elítupartý og þjóðinni hefði ekki verið boðið en aftur á móti hefði heiðursgestur ríkisstjórnarinnar verið rasistinn Pia Kjærsgaard frá Danska þinginu. Það er mál manna að afmælið hafi verið klúður frá upphafi til enda og að þess verði minnst þannig í sögubókum í framtíðinni. Talað var m.a. um ”Almanna”gjá á milli þings og þjóðar, enda mætti þjóðin ekki og þingið var öðru megin við gjánna og fólkið hinu megin.

Heiðursgestur ríkisstjórnarinnar ,,Orðuð við að stunda kynþáttahatur í heimalandi sínu”

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gekk burtu af þingpöllum þegar Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, stóð upp til þess að halda hátíðarræðu á Þingvöllum.
Fyrr höfðu Píratar ákveðið að sniðganga afmælið vegna þátttöku hennar, þar sem að hún er orðuð við að stunda kynþáttahatur í heimalandi sínu gegn innflytjendum og flóttafólki.
                                                 –
,,Brátt hefst þingfundur á Þingvöllum. Sérstakur afmælisfundur vegna 100 ára afmælis samnings um fullveldi Íslands. Þetta ætti að vera hátíðarstund en því miður er þessi fundur sveipaður dökku skýi. Þetta ský er manngert.
Mannhatur, fjandsamleg afstaða til innflytjenda og flóttafólks sem sérstakur gestur og fulltrúi danska þjóðþingsins hefur gerst sek um gerir þessa stund þannig að ég er alveg laus við hátíðarskapið.
Ég mæti þó, af virðingu við starf mitt, land mitt og þjóð. Engin helgislepja, ekkert annað en það að þetta er þingfundur og mér finnst ótækt að mæta ekki. Þetta er ekki heiðurssamkoma danska fulltrúans, heldur heiðurssamkoma fyrir Ísland sem fullvalda ríki.

Ég virði afstöðu þeirra sem ekki mæta. Þetta er mín afstaða og það megið þið vita að síðustu dagar hafa verið hafsjór tilfinninga gagnvart þessu öllu.” Sagði Helga Vala um fundinn á Þingvöllum.

Bjarni Benediktsson og fleiri stjórnarliðar, lýstu því sem dónaskap að sýna andúð gegn heiðursgesti ríkisstjórnarinnar Piu Kjærsgaard.
Steingrímur J. Sigfússon sagði að það væri Alþingi mikill heiður að hafa Piu Kjærsgaard, þingforseta Dana, viðstadda í 100 ára afmælinu
.
Tengsl Íslands og Danmerkur á hundrað ára fullveldisafmælinu voru heiðursgesti ríkisstjórnarinnar, Piiu Kjærsgaard, forseta danska þjóðþingsins, hugleikin á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum.
Fór hún m.a. yfir sögu þjóðanna sem að spanna um 500 ár og nefndi það sérstaklega að sér þætti það leitt að á Íslandi væri ekki töluð almennileg danska eins og áður fyrr en nefndi það að Ísland væri eina ríkið sem að skyldaði börn til þess að læra dönsku í skólum. Fyrir utan danska konungsríkið.
Tengt efni:

Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652