Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Nýjar íslenskar skólatöskur frá Tulipop

$
0
0

Tulipop heimurinn fer sístækkandi, en um er að ræða skemmtilegar fígúrur sem hannaðar eru af Signýju Kolbeinsdóttur og Helgu Árnadóttur. Nýjasta viðbót Tulipop ævintýraheimsins eru vandaðar skólatöskur sem framleiddar eru með þarfir íslenskra skólakrakka í huga.

„Við erum hópur af mömmum sem vinnur hjá Tulipop og erum með krakka á skólaaldri og okkur langaði að bæta við skemmtilegum skólatöskum í Tulipop heiminn. Krakkar á þessum aldri þekkja persónurnar vel og okkur fannst því tilvalið að búa til góðar töskur með þessum fígúrum,“ segir Helga, annar stofnandi Tulipop. Töskurnar koma í þremur útgáfum og prýða persónurnar Maddy, Fred og Gloomy hverja tösku fyrir sig. Töskurnar eru yfirfarnar af íslenskum iðjuþjálfa og henta yngri skólakrökkum, upp í 12 ára aldur. Töskurnar eru úr efni sem hrindir frá sér vatni, með bólstruðu baki, stillanlegum axlarólum og ól yfir bringu. Töskurnar bjóða upp á heilmikla möguleika, svo sem innri vasa, passlega stóru hólfi fyrir möppu, klemmu fyrir lykla og sérstöku plasthólfi fyrir nesti.

22622 Tulipop 5560

„Nestishólfið er úr svokölluðu „easy clean“ efni. Það ætti því að vera lítið mál að þrífa hólfið ef bananinn kremst, nestisboxið lekur eða gleymist eins og á til með að gerast,“ segir Helga. Einnig er hægt að fá sundpoka í stíl við töskuna sem auðvelt er að festa framan á töskuna. „Það verður gaman að sjá íslenskar töskur á bakinu hjá skólakrökkum í haust. Eftir því sem ég best veit eru þetta fyrstu íslensku töskurnar sem eru að fara í beina samkeppni við skandinavíska framleiðslu,“ segir Helga. Hægt er að berja töskurnar augum í sýningarrými Tulipop á Granda en þær eru einnig komnar í verslanir Eymundsson og Epal.

The post Nýjar íslenskar skólatöskur frá Tulipop appeared first on FRÉTTATÍMINN.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652