Fjölmiðlakonan Brynja Þorgeirsdóttir hefur verið ráðin menningarritstjóri Kastljóss á RÚV. Eins og fram hefur komið er Þóra Arnórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss og mun vegur menningarumfjöllunar verða aukinn í þættinum samfara lengdum útsendingartíma.
Brynja var sem kunnugt er ritstjóri menningarþáttarins Djöflaeyjunnar en hann var tekinn af dagskrá og menningarumfjöllunin verður í staðinn felld inn í Kastljós.
Í fréttatilkynningu frá RÚV segir að Brynja hafi fimmtán ára reynslu sem frétta- og dagskrárgerðarmaður, meðal annars á fréttastofu RÚV og í Kastljósi, auk þess sem hún er einn höfunda verðlaunaþáttarins Orðbragðs.
Auk Þóru Arnórsdóttur og Brynju Þorgeirsdóttur verða fastir umsjónarmenn Kastljóss þau Helgi Seljan, Helga Arnardóttir og Baldvin Þór Bergsson.
The post Brynja ráðin menningarritstjóri Kastljóss appeared first on FRÉTTATÍMINN.