,,Byggt á aðstæðum og niðurstöðum af rannsóknum á vettvangi, lítur út fyrir, skv. kenningu lögreglunnar að faðirinn hafi myrt son sinn og síðan framið sjálfsmorð.” Sagði lögreglan í fréttatilkynningu í kvöld.
,,Kenning lögreglunnar í Elverum í Noregi, er sú að maðurinn, sem er á fertusgsaldri, hafi myrt son sinn sem var 13 ára og svo framið sjálfsmorð. Við munum halda áfram að vinna að þessu máli til að kortleggja öll atriði er varða dauðsföllin. Faðirinn hefur ekki komið við sögu hjá lögreglu áður en drengurinn bjó hjá honum.” Sagði Kaja Løhren Borg, sem að stýrir rannsókninni hjá lögreglunni.
Tæknilegar rannsóknir hafa verið gerðar á vettvangi. Niðurstaða krufningar verður væntanlega tilbúin í vikunni. Við fengum skilaboð um kl. 20:30 í gærkvöldi að tveir væru látnir á heimili í Elverum í Noregi, sagði Borg.
Í fréttatilkynningu í morgun kom fram að það hefðu verið fullorðinn og barn sem að hefðu fundist látin. Í dag hafa rannsóknir verið gerðar og aðstæður hafa verið rækilega kannaðar og ættingjar hafa verið látnir vita.
Borgarstjóri Elverum, Erik Hanstad, sagði að áfallateymi hefði verið stofnað og að það hafi haft samband við ættingjana í dag.- Ég var upplýst um þetta seint í gærkvöldi. Við höfum átt fundi í dag og fylgst með þeim aðferðum sem fylgja skal í slíkum tilvikum, “sagði Hanstad.