Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Fimm stjörnu Marriot-hótel við Hörpu

$
0
0

Skrifað var undir samning um kaup bandaríska fasteignafélagsins Carpenter&Co á hótelreitnum við Hörpu í gær, fimmtudag. Þar verður hafist handa við að byggja 250 herbergja fimm stjörnu Marriot Edition hótel snemma á næsta ári. Frá upphafi hefur markmiðið verið að byggja hótel af bestu gerð á reitnum undir merkjum alþjóðlegrar og viðurkenndrar hótelkeðju og eru því aðstandendur verkefnisins mjög ánægðir með aðkomu Marriot-keðjunnar, að því er segir í tilkynningu.
Arion banki hefur komið að ýmsum hliðum verkefnisins, m.a við lánsfjármögnun og skipulag á fjármögnun og átti frumkvæði að aðkomu þeirra fjárfesta sem munu leiða verkefnið, Eggerts Dagbjartssonar og Carpenter&Co. Lögmenn Bárugötu ásamt KPMG á Íslandi eru ráðgjafar Carpenter&Co í verkefninu. Verkfræðistofan Mannvit og teiknistofan T.ARK hafa gegnt mikilvægu hlutverki við þróun og skipulag verkefnisins og munu halda áfram vinnu við hönnun og framhald verkefnisins.
Ásgeir Ásgeirsson, framkvæmdastjóri T.ARK segir mikla tilhlökkun ríkja um fyrirhugað samstarf við Marriot Edition og segir ítrustu kröfur um útlit og notkunarmöguleika hótelsins verða hafðar í huga við hönnunina. „Við hlökkum til að takast á við þetta verkefni, sem verður bæði krefjandi og spennandi. Við hönnun fyrsta fimm stjörnu hótelsins á Íslandi munum við m.a. hafa í huga kröfur eigandans, væntingar gestanna og möguleika staðsetningarinnar þannig að úr verði glæsileg viðbót við umhverfi Hörpu og Austurhafnarinnar.”
Stefnt er að því hótelið verði opnað árið 2019.

The post Fimm stjörnu Marriot-hótel við Hörpu appeared first on FRÉTTATÍMINN.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652