Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Leikfélag Selfoss er enn í 60 ára afmælisgírnum

$
0
0

Leikfélag Selfoss enn í 60 ára afmælisgírnum

Leikfélag Selfoss er enn í 60 ára afmælisgírnum og erum viđ því í óđa önn ađ setja upp metnađarfulla barna- og fjölskyldusýningu sem stefnt er að frumsýna þann 12. október næstkomandi.

Á síđustu vikum hefur mikiđ gengiđ á enda andi fantasíunnar veriđ yfir leikhúsinu og leikhópurinn dvaliđ í heimi ljóđa og ævintýra.

Verkiđ er samsköpun leikstjóra og leikhópsins byggt á ævintýri H.C. Andersens um Litla Kláus og Stóra Kláus, ljóđinu um Sálina hans Jóns míns eftir Davíđ Stefánsson, stórskemmtilegum dýrgripum úr gullkistu ævintýranna.

Æfingar ganga ljómandi vel enda engin önnur en snillingurinn hún Ágústa Skúladóttir sem leikstýrir hópnum ađ þessu sinni. Ágústa hefur sett upp fjöldan allan af leiksýningum bæđi hér og erlendis hvort sem er í áhuga- eđa atvinnuleikhúsum. Hún hefur unnið til ýmissa verðlauna gegnum tíđina, nú síđast hlaut hún Grímuna barnasýning ársins 2018, fyrir sýninguna Í Skugga Sveins eftur Karl Ágúst Úlfsson.

Miđasala fer fljótlega í gang en í millitíđinni hvetjum viđ alla til ađ bæta “leik-selfoss” viđ á Snapchat og fylgjast međ, þađ er aldrei ađ vita hverju viđ tökum upp á! Eins má fylgjast međ okkur á Facebook og á www.leikfelagselfoss.is
Fylgist vel með, þađ vill enginn missa af þessari ævintýralegu sýningu stútfullri af góđum húmor, tónlist og söng.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652