Annir hjá Lögreglu og björgunarsveit
Í nógu hefur verið að snúast hjá lögreglu s.l. sólarhring skv. dagbók hennar.
Þegar tók að dimma í gærkvöld hafði erlendur ferðamaður samband við neyðarlínuna og óskaði eftir aðstoð en hann þorði ekki niður af Helgafelli vegna myrkurs. Björgunarsveit var kölluð til sem og þyrlan sem að náði í hann og flaug með hann niður á jafnsléttu.
Uppúr miðnætti voru tvemenningar handteknir í kjölfar líkamsárásar í Hafanfirði. Var karlmaður handtekinn fyrir að hafa ráðist á mann með fólskulegum hætti, en kona síðar tekin höndum þar sem hún reyndi að tálma handtöku og réðist að lögreglumanni. Lögreglumanninum var ekki meint af atlögunni og gista hin handteknu, bæði fangageymslur lögreglu.
Tilkynnt var um þjófnað úr verslun á Skólavörðustíg þar sem að aðili kom inn í verslunina og tekur þar þrjár ullarpeysur ófrjálsri hendi og hljóp út.
Þá kom leki að báti í Hafnarfjarðarhöfn og óverulegt magn af olíu fór í höfnina og hafnarverðir fóru í málið.
Við Hvaleyrarvatnsveg datt ökumaður á motorkrosshjóli, og hlaut meiðsli á handlegg og var færður á SLD til aðhlynningar.
Fíkniefnaviðskipti á Smiðjuvegi voru tilkynnt til lögreglunnar. Lögreglan stöðvaði viðkomandi nokkru síðar og viðurkenndi hann fúslega að hafa átt í viðskiptum og framvísaði svínakjöti sem hann hafði keypt.
Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna aðila sem að beit mann við Smáratorg. og er það mál í rannsókn. Ökumenn voru að vanda stöðvaðir í akstri undir áhrifum fíkniefna og/eða ölvaðir og afskipti voru höfð víða vegna skemmtanahalda sem að fóru úr böndunum.