Kristján Loftsson segir að hvalveiðar eiga stóran þátt í hve ferðaiðnaðurinn hefur dafnað
Danskur þáttur er nú sýndur um hvalveiðar íslendinga og m.a. er hvalstöðin í Hvalfirði mynduð í bak og fyrir. Rætt er við Kristján Loftsson, sem að m.a. fræðir þá er stjórna þættinum um að hvalveiðarnar hafi hafist árið 1948 í hans fjölskyldu og að í ár sé heimilt að veiða 190 dýr á Íslandi.
Sea Shepherd meðlimir eru sýndir mynda hvalstöðina úr fjarlægð og deila í beinni útsendingu um allan heim, þegar að verið er að skera hvali í stöðinni og talar annar aðilinn úr samtökunum inn á myndina og lýsir því sem að fram fer.
Þeir lýsa undrun sinni á því að íslensk stjórnvöld skuli leyfa hvalveiðar og að einn maður skuli geta staðið fyrir þeim á Íslandi.
Kristján segir að sér gæti ekki verið meira saman um “þetta fólk” sem er á móti hvalveiðum og kýs að það haldi sig fjarri hvalstöðinni sem er reyndar umkringd hárri girðingu til að halda fólki frá. Hægt er að horfa á allan þáttin hér að neðan.
Þá er rætt við skipstjórann á hvalaskoðunarskipinu Eldingu og rætt um hve hvalaskoðun sé vinsæl og skili miklum tekjum í þjóðarbúið, en ferðaiðnaður er löngu orðinn stærri grein en sjávarútvegurinn.
Mikil andstaða er við hvalveiðum hjá þeim sem að starfa í ferðaiðnaði, tengdri hvalaskoðun. M.a. er einnig rætt við ferðamenn og þeir spurðir hvernig þeim lítist á hvalveiðar og hvort þeir hafi áhuga á að borða hval. Þeir urðu undrandi á spurningunni og hlógu.
Kristján Loftsson, telur að hvalveiðar dragi að ferðamenn og bendir á að ferðamönnum hefur fjölgað upp í, á þriðju milljón og telur það allt hvalveiðunum að þakka, og áhuga útlendinga á þeim. Ferðamenn hafi einnig mikinn áhuga á að borða hvalkjötið.
Svo sýnir hann ýmsar gerðir af hvalskurðahnífum og fer orðum um mun á hverri tegund þeirra. Farið er um víðan völl í þættinum sem sýndur er víða um heim.
Hér er hægt að skoða þáttinn í heild sinni