Tveir með sveðjur á lofti á götum Reykjavíkur
Klukkan rúmlega fjögur í dag, var tilkynnt um tvo aðila með sveðjur á lofti í hverfi 108. Lögreglan handtók aðilana sem voru í mjög annalegu ástandi.
Tilkynnt var einnig um umferðaróhapp á Háaleitisbraut/Kringlumýrarbraut en um var að ræða Þriggja bíla árekstur og talið er að bifreið hafi verið ekið gegn rauðu ljósi. Óveruleg meiðsli urðu á fólki.
Undanfarna sólarhringa hefur lögreglan stöðvað fjölmarga aðila undir áhrifum fíkniefna eða vegna ölvunnar þar sem að einhverjir aðilar hafa verið án ökuleyfis og einn var stöðvaður í hádeginu í dag með falsað ökuleyfi