Almenningur er að rísa allsstaður upp gegn óréttlætinu
Sanna Magdalena Mörtudóttir, formaður Sósíalistaflokksins fagnar vitundavakningu almennings og samstöðu þegar að kemur að kjaramálum. Og hvetur fólk jafnframt til þess að vera meðvitað um sinn rétt og skrá sig í bæði Neytendasamtökin og Samtök leigjenda
,,Almenningur er að rísa allsstaður upp gegn óréttlætinu sem fylgir því að fjármagnseigendur hafa sölsað undir sig stóran hluta samfélagsins.
Leigjendur segja hingað og ekki lengra og mótmæla okurleigu sem er stór hluti ráðstöfunartekna. Verkafólk og talsmenn þeirra neita að sætta sig við núverandi aðstæður og sameinast í krafti fjöldans fyrir mannsæmandi kjörum.
Nú gefst neytendum tækifæri til þess að láta í sér heyra. Við erum öll neytendur og við þurfum að virkja hagsmunabaráttu almennings á þeim vettvangi. Það er hægt með því að skrá sig í Neytendasamtökin og mæta á þing Neytendasamtakanna 27.−28. október.
Kjósum fólk í stjórnina sem vill gera samtökin sýnilegri og tengja virkni þeirra við upprisu leigjenda í Samtökum leigjenda, endurreisn verkalýðshreyingarinnar og hagmunabaráttu almennings.”
Gerumst félagsmenn í Neytendasamtökunum og Leigjendasamtökunum