Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Meint þýfi í stolinni bifreið

$
0
0

Meint þýfi í stolinni bifreið

Lögreglan á Suðurnesjum hafði í fyrrinótt upp á bifreið sem hafði verið tilkynnt stolin á höfuðborgarsvæðinu. Þegar ökumaðurinn varð lögreglu var gaf hann í . Lögreglumenn óku í humátt á eftir honum og sáu skömmu síðar hvar bifreiðinni hafði verið lagt en ökumaðurinn var á bak og burt.  Í aftursæti hennar var verkfærataska og ýmsir munir sem talið er vera þýfi. Bifreiðin var óskemmd.

Í gær var svo tilkynnt um innbrot í bifreið og var búið að stela ýmsum munum úr henni auk þess sem skemmdir höfðu verið unnar á henna.

Bílvelta á Nesvegi

Bílvelta varð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gærkvöld. Ökumaður sem var á ferð eftir Nesvegi missti stjórn á bifreið sinni í beygju með þeim afleiðingum að hún fór út af veginum og fór tvær veltur áður en hún staðnæmdist.

Ekki urðu teljandi slys á ökumanni né farþega sem var með honum en þeir leituðu aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Bifreiðin er talin ónýt. Fyrr í vikunni hafði ökumaður misst stjórn á bifreið sinni á Grindavíkurvegi og hafnaði hún utan vegar. Ökumaðurinn slapp ómeiddur.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652